Veftré Print page English

Ísland og Sviss


Forseti á fund með sendiherra Sviss á Íslandi sem senn lætur af störfum. Rætt var um samstarf landanna innan samtaka viðskipta og verslunar en jafnframt nauðsyn þess að efla tengslin á komandi árum þar eð margvíslega lærdóma mætti draga af stöðu þeirra og reynslu. Jafnframt kom fram áhugi á að Sviss gerðist áheyrnaraðili að Norðurskautsráðinu enda byggi Sviss að víðtækri reynslu á sviði jöklarannsókna.