Veftré Print page English

Sjávarútvegsráðstefnan


Forseti flytur setningarræðu á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin er með þátttöku aðila úr íslenskum sjávarútvegi. Í ræðunni hvatti forseti til aukins skilnings á þeim árangri sem íslenskur sjávarútvegur hefði náð á undanförnum áratugum, sem og kynningu á tækninýjungum og framförum. Á alþjóðavettvangi væri Ísland í vaxandi mæli dæmi um sjálfbæran og arðsaman sjávarútveg sem þjónaði heildarhagsmunum þjóðar. Því væri mikilvægt að á heimavelli yrði ekki ágreiningur, deilur og sundrung til að draga úr sóknarkrafti sjávarútvegsins.