Kaupmannahöfn. Höfuðborg Íslands
Forseti tekur ásamt Margréti Danadrottningu við fyrstu eintökum af nýju verki, Kaupmannahöfn: Höfuðborg Íslands í 500 ár, sem Hið íslenska bókmenntafélag gefur út. Höfundar verksins eru Guðjón Friðriksson og Jón Þ. Þór. Í því er í fyrsta sinn rakin saga Kaupmannahafnar sem höfuðborgar Íslands og varpað nýju ljósi á fjölmarga þætti í sögu Íslands og samskiptum við Danmörku. Athöfnin fór fram í Þjóðmenningarhúsinu. Mynd.