Veftré Print page English

Fundur á Bifröst


Forseti flytur ræðu og svarar fyrirspurnum á fundi með nemendum Háskólans á Bifröst sem skipulagður var af samtökum nemenda. Í ræðunni rakti forseti þróun íslensk samfélags á síðustu öld, tækifæri þjóðarinnar á komandi árum, einkum með tilliti til breyttrar heimsmyndar, aukins mikilvægis hreinnar orku og Norðurslóða sem og vaxandi áhuga víða um heim á ferðum til Íslands. Mikilvægt væri að háskólasamfélag, atvinnulíf, stjórnvöld og fjölmiðlar tækju til umræðu þær miklu breytingar sem hin nýja heimsmynd hefur í för með sér fyrir stöðu Íslands og tækifæri þjóðarinnar á nýrri öld. Myndir (ljósmyndari: Brynjar Þór Þorsteinsson).