Háskólinn á Bifröst
Forseti heimsækir Háskólann á Bifröst og ræðir við rektor, kennara og nemendur um starfsemi skólans, reynslu undanfarinna ára og þær áherslur sem mestu skipta í menntastefnu framtíðar, hvernig nýjar kynslóðir eru búnar undir alþjóðlegt samfélag breytinga og nýsköpunar. Þá var einnig á fundi forseta og rektors rætt um þróun fræðilegs samstarfs við háskóla og rannsóknarstofnanir í Asíu.