Tónskáld og textahöfundar
Forseti tekur á móti hópi tónskálda og textahöfunda í tilefni af 30 ára afmæli FTT. Í ávarpi áréttaði forseti mikilvægi þeirra breytinga sem orðið hefðu í tónlistarlífi landsmanna á undanförnum áratugum og þakkaði þeim tónskáldum og textahöfundum sem átt hafa ríka hlutdeild í þeim stakkaskiptum. Þá nefndi forseti ýmsa textahöfunda sem búið hafa á Bessastöðum í aldanna rás, enda ýmis tónskáld gert alkunn lög við texta sem eiga sér rætur á staðnum.