Veftré Print page English

Tæknimenn sveitarfélaga


Forseti tekur á móti alþjóðlegum hópi tæknimanna og verkfræðinga sem starfa á vegum sveitarfélaga en samtök þeirra halda fund á Íslandi. Forseti ræddi um nauðsyn þess að sveitarfélög huguðu að líklegri hækkun sjávarborðs og aukinni tíðni ofsaveðra vegna bráðnunar íss og jökla. Innviðir borga og sveitarfélaga, hafnir, vegir og aðrir grunnþættir nútíma þéttbýlis væru vart í stakk búnir til að bregðast við þeim hamförum sem loftslagsbreytingar gætu haft í för með sér í framtíðinni.