Sendiherra Bandaríkjanna
Forseti á fund með Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sem senn lætur af störfum. Rætt var um nýjar stoðir í samskiptum landanna, bæði á sviði jarðhitanýtingar og Norðurslóða. Á undanförnum árum hefur fjölbreytileiki þess samstarfs aukist til muna. Einnig hafa tengsl Íslands og Alaska gegnt mikilvægu hlutverki í að breikka samvinnu Íslands og Bandaríkjanna. Þá var einnig rætt um kynni sendiherrans af íslensku samfélagi, menningu og þjóðlífi.