Veftré Print page English

Sendiherra Evrópusambandsins


Forseti á fund með nýjum sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Matthias Brinkmann, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um fjölþætt tengsl Íslands við Evrópusambandið, EES samstarfið og Schengen, sem og breytta stöðu varðandi aðildarumsókn Íslands, afstöðu og hagsmuni þjóðarinnar. Þá var einnig fjallað um þróun mála á Norðurslóðum, áhuga Evrópusambandsins á aðild að Norðurskautsráðinu og mikilvægi vísindalegra rannsókna. Mynd.