Veftré Print page English

Alþjóðleg hafísráðstefna


Forseti flytur ávarp á alþjóðlegri hafísráðstefnu sem haldin er á Íslandi, International Ice-Charting Working Group. Í ráðstefnunni tekur þátt fjöldi vísindamanna sem vinnur að hafísrannsóknum, hafíseftirliti, ískortagerð og öryggismálum á sjó. Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands, Hafrannsóknastofnun, Landhelgisgæslan, Siglingamálastofnun og fleiri aðilar hafa undirbúið ráðstefnuna. Í ávarpinu áréttaði forseti nauðsyn þess að vísindamenn tækju virkan þátt í umræðu og stefnumótun um málefni Norðurslóða enda þyrftu forystumenn í þjóðmálum og atvinnulífi á leiðsögn vísindanna að halda. Þá væri mikilvægt að koma þeim skilaboðum á framfæri að framtíð allra þjóða væri nú háð því hvað yrði um ís og jökla á Norðurslóðum.