Veftré Print page English

Papúa Nýja-Gínea. Flug - orka - fiskur


Forseti á fund með sendinefnd skipaðri ráðherra og fylkisstjórum frá Papúu Nýju-Gíneu um samstarf við Íslendinga á sviði flugrekstrar, nýtingar jarðhita og fiskveiða. Dótturfélag Icelandair hefur eflt flugsamgöngur í landinu á undanförnum árum og Reykjavík Geothermal hefur unnið að könnun á nýtingu jarðhita. Sendinefndin hefur einnig áhuga á að kynna sér árangur Íslendinga í stjórnun fiskveiða en flotar frá ýmsum löndum eru athafnasamir á fiskimiðum við Papúu Nýju-Gíneu.