Veftré Print page English

Turkson kardínáli


Forseti á fund með Peter Turkson, kardínála og sérlegum sendimanni Frans I páfa, en hann sækir einnig Borlaug málþingið. Rætt var um þátttöku kaþólsku kirkjunnar í alþjóðlegum umræðum um málefni Norðurslóða, bráðnun íss og loftslagsbreytingar sem og baráttuna gegn hungri í heiminum. Kynnti forseti kardínálanum reynslu Íslendinga af þurrkun sjávarfangs og hvernig hún gæti gagnast til að tryggja betur nýtingu fæðu sem framleidd er í veröldinni.