Opnunarfyrirlestur Harkin stofnunarinnar
Forseti flytur opnunarfyrirlestur hinnar nýju stofnunar, Harkin Institute for Public Policy and Citizen Engagement, við Drake háskólann í Des Moines. Stofnunin er kennd við Tom Harkin öldungardeildarþingmann og flutti hann ávarp í upphafi og kynnti forseta. Fyrirlesturinn sem bar heitið "The AHA-moment in the Climate Debate" fjallaði um hvernig þróun jökla og ísilagðra svæði á Norðurskauti og Suðurskauti jarðar sem og á Himalajasvæðinu hefði áhrif á veðurkerfi, efnahagslíf og samfélög um allan heim. Þá rakti forseti einnig hvernig nýting hreinnar orku, vatnsafls og jarðhita, hefði styrkt stoðir íslensks efnahagslífs. Fyrirlestur forseta.