Veftré Print page English

Rússland og Norðurslóðir


Forseti stjórnar fundi í Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, þar sem Artur Chilingarov, sérlegur sendimaður Putins Rússlandsforseta, flytur ræðu um sýn Rússa á framtíð Norðurslóða. Lagði hann sérstaka áherslu á vísindi og rannsóknir sem kjarna samstarfs á Norðurslóðum og reifaði hugmynd um sérstakan áratug rannsókna á heimskautunum, "Polar Decade". Þá svaraði hann fyrirspurnum m.a. frá framkvæmdastjóra Grænfriðunga, Kumi Naidoo, sem ásamt hópi annarra frá samtökunum sat þingið.