Nýjar siglingaleiðir
Forseti á fund með forstjóra kínverska skipafélagsins COSCO, sem er hið stærsta í veröldinni, en það hefur nú þegar hafið reynslusiglingar með gámaskip um norðurleiðina sem opnast hefur vegna bráðnunar íss á Norðurslóðum. Forstjórinn rakti reynslu skipafélagsins og sparnað á olíu og öðrum tilkostnaði enda ferðin um níu dögum styttri en ef farið væri um Súezskurðinn. Rætt var um samstarf við íslenska aðila til að meta reynsluna af þessum tilraunasiglingum. Forstjórinn tekur þátt í alþjóðaþiginu Arctic Circle sem haldið er í Reykjavík.