Veftré Print page English

Orkufundur Norðurslóða


Forseti flytur ávarp við setningu Arctic Energy Summit þar sem fjallað er um þróun orkumála á Norðurslóðum, nýtingu, regluverk, framkvæmdir, samstarf, umhverfismál og fleiri þætti. Orkufundurinn er haldinn af Institute of the North í samvinnu við íslenska aðila og taka þátt í honum sérfræðingar og embættismenn frá ríkjum Norðurslóða. Í ávarpinu áréttaði forseti nauðsyn þess að ekki væri aðeins rætt um olíu og gas á Norðurslóðum heldur einnig hina fjölþættu möguleika á nýtingu hreinnar orku enda eru mörg ríki Norðurslóða nú þegar í fararbroddi á heimsvísu í nýtingu slíkrar orku. Vefur ráðstefnunnar.