Hakkararáðstefna
Forseti flytur ávarp í upphafi alþjóðlegrar hakkararáðstefnu, "The Hacker Code: Angels vs. Demons". Á ráðstefnunni er fjallað um þróun öruggs hugbúnaðar og hvernig hægt er að verjast utanaðkokmandi árásum á tölvukerfi stofnana og fyrirtækja. Hliðstæðar ráðstefnur hafa áður verið haldnar í Bandaríkjunum og Asíu en þessi er hin fyrsta sem haldin er í Evrópu. Ýmsir forystumenn á sviði hugbúnaðar og öryggismála flytja erindi á ráðstefnunni.