Sendiherra Hollands
Forseti á fund með nýjum sendiherra Hollands, frú Berendina Maria ten Tusscher, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um langvarandi samvinnu Íslands og Hollands og aukið mikilvægi Norðurslóða, sérstaklega áhuga á nýjum siglingaleiðum og þátttöku alþjóðlegra hafnaryfirvalda, bæði í Þýskalandi og Singapore, á að skoða þær nýju siglingaleiðir. Hollendingar hafa verið umsvifamiklir í alþjóðlegum flutningum og rekið öflugar þjónustuhafnir á alþjóðavísu.