Sendiherra Suður-Afríku
Forseti á fund með nýjum sendiherra Suður-Afríku, frú Queen Anne Zondo, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um mikið samstarf Íslands við fjölmörg lönd í Afríku á sviði jarðhitanýtingar og áhuga á að beita hreinni orku við þurrkun matvæla en íbúar Suður-Afríku hafa lengi þurrkað kjöt með hefðbundnum aðferðum. Einig var fjallað um þróun mála í álfunni og árangur Suður-Afríku frá því kynþáttastefnan var afnumin og almennt lýðræði og jafnrétti fest í sessi.