Árbók Norðurslóða
Forseti skrifar formála að nýrri árbók norðurslóða, The Arctic Yearbook, sem kemur út eftir fáeina daga. Viðfangsefni árbókarinnar er "Arctic of Regions versus the Globalized Arctic" og birtast í bókinni fjölmargar fræðigreinar eftir vísindamenn frá ýmsum löndum. Í formálanum lýsir forseti þeim samstarfsreglum sem þróast hafa á Norðurslóðum og ítrekar mikilvægi þess að þær þjóðir sem nú hafa öðlast áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu virði þær á komandi árum. Formálinn ber heitið "The Arctic House Rules". Vefur árbókarinnar.