Veftré Print page English

Hafrannsóknir og loftslagsbreytingar


Forseti flytur ávarp á málþingi NorMER, Nordic Center for Research on Marine Ecosystems and Resources under climate Change. Málþingið sækja vísindamenn og sérfræðingar, aðallega frá Norðurlöndum en NorMER felur í sér nokkurra ára samstarf um rannsóknir á fiskistofnum og auðævum hafsins í ljósi loftslagsbreytinga. Í ávarpinu áréttaði forseti mikilvægi slíkra rannsókna og nauðsyn þess að forystumenn ríkisstjórna og alþjóðastofnana mótuðu fiskveiðistefnu á grundvelli vísindalegra rannsókna. Aukinn hraði loftslagsbreytinga, þátttaka forysturíkja í Asíu og Evrópu í samstarfi á Norðurslóðum og það hættuástand sem skapast hefur í heimshöfunum knýr allt á um öflugra samstarf. Sá tími sem þjóðir hafi til að þróa farsælt samstarf á þessum vettvangi styttist óðum.