Veftré Print page English

Aldraðir sjómenn og Norðursiglingar


Forseti hittir nokkra aldraða sjómenn sem voru á rússneskum skipum í síðari heimsstyrjöldinni og tóku þátt í hinum mikilvægu norðursiglingum. Ísland gegndi sérstöku hlutverki í þessum siglingum og eru þær taldar hafa skipt sköpum í styrjöldinni. Nokkrir þessara öldruðu sjómanna sóttu ráðstefnu sem haldin var á Íslandi fyrir fáeinum árum þar sem fræðimenn víða að úr veröldinni fjölluðu um hlutverk þessara siglinga.