Veftré Print page English

Fundur með forseta Finnlands


Forseti á fund með forseta Finnlands, Sauli Niinistö, í tengslum við ráðstefnuna The Arctic, a Territory of Dialogue sem Rússneska landfræðifélagið heldur í Salekhard en forsetarnir fluttu báðir ræðu á ráðstefnunni. Á fundi sínum áréttuðu þeir eindreginn vilja til að efla samstarf sitt í málefnum Norðurslóða og ræddu m.a. undirbúning fyrir hið alþjóðlega þing Arctic Circle – Hringborð Norðurslóða sem haldið verður í Reykjavík 12.-14. október. Forsetarnir hafa á fyrri fundum sínum, á Íslandi og í Finnlandi, rætt um þá nýju nálgun í málefnum Norðurslóða sem skipulagning Arctic Circle felur í sér. Loks fjölluðu þeir um sérstakt framlag Finnlands og Íslands til málefna Norðurslóða og þau nánu tengsl sem þróast hafa, sérstaklega á milli Háskólans á Akureyri og Háskólans í Rovaniemi varðandi rannsóknir á málefnum Norðurslóða.