Forsetamerki skáta
Forseti afhendir Forsetamerki skátahreyfingarinnar við hátíðlega athöfn í Bessastaðakirkju. Merkið er veitt fyrir sérstakan árangur í skátastarfi og hlutu það að þessu sinni átján skátar frá Akureyri, Álftanesi, Garðabæ, Hveragerði og Kópavogi. Að lokinni athöfn var merkishöfum og fjölskyldum þeirra ásamt forystumönnum skátahreyfingarinnar boðið að þiggja veitingar í Bessastaðastofu.