Veftré Print page English

Framkvæmdastjóri OECD


Forseti á fund á Bessastöðum með Angel Gurría, framkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD, um ýmsa þætti íslensks efnahagslífs og samfélags sem stofnunin hefur kannað á undanförnum misserum, stöðuna í efnahagslífi landsins og helstu vandamál sem enn eru viðfangsefni eftir fjármálakreppuna þótt árangur hafi náðst á ýmsum sviðum. Rætt var um stefnumótun á sviði ríkisfjármála, heilbrigðismála, landbúnaðar og menntakerfis sem og baráttuna gegn loftslagsbreytingum, þörfina á eflingu hreinnar orku í hagkerfum heimsins og vaxandi mikilvægi Norðurslóða. Þá var einnig rætt um stöðu bankakerfisins, skuldavanda heimilanna, gjaldeyrishöftin og horfur í fjármálum ríkisins. Í heimsókn sinni til Íslands hefur framkvæmdastjórinn átt fundi með forystumönnum ríkisstjórnar og embættismönnum ráðuneyta og stofnana.