Veftré Print page English

Umferðarsáttmáli


Forseti tekur við Umferðarsáttmála fyrir hönd þjóðarinnar sem afhentur var við hátíðlega athöfn. Sáttmálinn var unninn af fulltrúum almennings sem lögreglustjórinn í Reykjavík fékk til þátttöku við gerð hans. Í ávarpi hvatti forseti til þess að sérhverjum einstaklingi yrði kynntur sáttmálinn um leið og ökuskírteini er afhent og jafnframt væri hann til kynningar í framhaldsskólum, íþróttamiðstöðvum og á almennum vettvangi. Sáttmálinn geymir grundvallarrereglur sem skapað geta öflugri umferðarmenningu og dregið úr slysum og dauðsföllum í umferðinni.