Veftré Print page English

Hugbúnaðarverðlaun í Melaskóla


Forseti flytur ávarp og afhendir Kjartani Erni Styrkárssyni, nemanda í Melaskóla, verðlaun í alþjóðlegri forritunarkeppni Microsoft fyrir börn. Athöfnin fór fram í Melaskóla. Verðlaunaverkefnið fólst í leik þar sem hvatt er til umhverfisverndar. Í ávarpinu áréttaði forseti að árangur Kjartans Arnar sýndi að nemendur í íslenskum grunnskólum gætu náð árangri á alþjóðlegum vettvangi þar sem keppt væri um kunnáttu í hugbúnaði og upplýsingatækni. Verðlaun hans væru mikilvæg skilaboð til ungrar kynslóðar, skólakerfisins og þjóðarinnar allrar. Vefsíða Melaskóla. Frétt á visir.is.