Veftré Print page English

Saltverksmiðja á Reykhólum


Forseti opnar saltverksmiðju Norður & Co á Reykhólum en hún nýtir jarðhita frá Þörungaverksmiðjunni til að framleiða sérstakt gæðasalt úr Breiðafirði. Í ávarpi fagnaði forseti þessari nýsköpun þar sem gamlar hefðir, hrein orka og óspillt náttúra féllu í sama farveg. Hugmynd að saltvinnslu við Breiðafjörð kom fyrst fram fyrir um 250 árum. Með þessu framtaki væri ný kynslóð hugmyndaríkra athafnamanna að senda mikilvæg skilaboð, að gæði náttúrunnar og hrein orka fælu í sér fjölda tækifæra. Myndir.