Bremenhöfn. Finnafjörður
Forseti á fund með sendinefnd frá Bremen og Bremenhöfn, fulltrúum þýska sendiráðsins, sérfræðingum frá verkfræðifyrirtækinu Eflu og sveitarstjórnarmönnum frá Vopnafjarðarhreppi og Langanesbyggð um áhuga á ítarlegri könnun á kostum Finnafjarðar fyrir umfangsmikla alþjóðlega höfn sem þjóna myndi væntanlegum vöruflutningum milli Asíu og Evrópu þegar ný siglingaleið opnast um Norðurslóðir. Finnafjörður hefur marga kosti fyrir slíka staðsetningu. Verkefnið var á dagskrá í opinberri heimsókn forseta til Þýskalands í júní og rætt á fundum forseta og utanríkisráðherra í Bremenhaven. Í kjölfar þess fundar heimsótti forseti og fylgdarlið Bremenhöfn til að kynna sér umfang starfseminnar.