Veftré Print page English

Sýning RAX


Forseti flytur ávarp og opnar sýningu á verkum Ragnars Axelssonar ljósmyndara, Fjallalandið. Jafnframt kemur út bók um myndirnar sem hann hefur tekið á undanförnum tveimur áratugum í ferðum með smalamönnum og fjallamönnum í leit að kindum í íslenskum óbyggðum. Í ávarpinu lýsti forseti snilld Ragnars við að túlka samspil manns og náttúru á Norðurslóðum en sýning hans og bók Andlit Norðursins hefur vakið mikla athygli víða um heim. Með þessari nýju sýningu veitti Ragnar Íslendingum og fólki víða um heim ógleymanlega sýn á baráttu íslenskra bænda við hina óblíðu náttúru, sögu aldanna, í gegnum linsu myndavélar.