Startup Reykjavík
Forseti flytur ávarp í upphafi kynningardags Startup Reykjavík þar sem sprotafyrirtæki í upplýsingatækni, hönnun og ferðaþjónustu kynna árangur af þróunarstarfi undanfarna mánuði. Í ávarpinu fjallaði forseti um kosti lítilla samfélaga sem vettvangs nýsköpunar, samstarfs og hugmynda og bar saman reynslu Íslands annarsvegar og Boulder í Colorado hinsvegar. Hann rakti síðan ýmis dæmi sem sýna breytt landslag og fjölþætt tækifæri.