Veftré Print page English

Norðurskautsráðið. Formennska Kanada


Forseti á fund með fastafulltrúa Kanada hjá Norðurskautsráðinu Patrick Borbey og kanadíska sendiherranum á Íslandi en Kanada fer með formennsku í Norðurskautsráðinu á næstu tveimur árum. Rætt var um margvísleg verkefni ráðsins, jákvæða þróun þess á undanförnum árum, afleiðingar nýlegrar ákvörðunar um að veita forysturíkjum í Asíu og Evrópu áheyrnaraðild að ráðinu. Fastafulltrúinn gerði einnig grein fyrir sérstökum áherslum Kanada í formannstíð sinni á vaxandi viðskiptasamvinnu og aukna hagsæld frumbyggja á Norðurslóðum. Þá var einnig rætt um Hringborð Norðurslóða sem kemur saman til fundar í Reykjavík í október.