Hólahátíð
Forseti tekur þátt í Hólahátíð. Í guðþjónustu í Hóladómkirkju var þess minnst að 250 ár eru liðin frá því kirkjan var byggð. Fjöldi presta af Norðurlandi sótti guðþjónustuna en þar flutti biskup Íslands Agnes Sigurðardóttir predikun og Sólveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup þjónaði fyrir altari. Síðdegis var samkoma í kirkjunni þar sem Vilhjálmur Egilsson flutti Hólaræðu og Hjörtur Pálsson flutti frumsamið ljóð afmælishátíðar. Kristján Jóhannsson söng bæði í guðþjónustunni og í samkomunni í Hóladómkirkju.