Veftré Print page English

Landsvirkjun. Sæstrengur


Forseti á fund með stjórnendum Landsvirkjunar um könnun fyrirtækisins á hagkvæmni þess að selja raforku um sæstreng til Bretlands. Könnuninni hefur miðað vel á undanförnum mánuðum og mikill áhugi er hjá stjórnvöldum í Bretlandi á að kanna málið til hlítar þar eð slík sala mundi henta mjög þörfum breska raforkukerfisins á komandi áratugum. Veruleg umframorka er líka til í íslenska raforkukerfinu og mætti því sinna breskri eftirspurn án verulegra nýframkvæmda. Áformað er að könnunin taki nokkur ár og þá fengist traustari grundvöllur til ákvarðana.