Veftré Print page English

Borgir og glíman við loftslagsbreytingar


Forseti á fund með Antonio Villaraigosa, sem nýlega lét af störfum sem borgarstjóri Los Angeles, en hann beitti sér fyrir margvíslegum breytingum í umhverfis- og orkumálum borgarinnar. Breyttir starfshættir í mörgum stærstu borgum heims væru vísbendingar um árangur í glímunni við loftslagsbreytingar þótt seint miðaði í alþjóðlegum samningum. Rætt var um framlag Íslendinga til nýtingar hreinnar orku, samstarf á Norðurslóðum, tengsl við Kína og Indland og þróun mála í Bandaríkjunum á næstu árum.