Veftré Print page English

CRI. Áfangi í nýtingu hreinnar orku


Forseti flytur ávarp á samkomu í Hörpu í tilefni samkomulags milli íslenska fyrirtækisins Carbon Recycling International og kanadíska fyrirtækisins Methanex um eflingu á vinnslu metanóls á grundvelli þeirrar tækni sem þróuð hefur verið á Íslandi. Í ávarpinu fagnaði forseti þessum áfanga sem gæfi vísbendingar um hvernig ný tækni gæti auðveldað glímuna við loftslagsbreytingar og bráðnun íss á Norðurslóðum. Í þeim efnum væru tengsl Kanada og Íslands mikilvæg. Einnig rakti forseti hvernig hann hefði fylgst með þróun CRI frá fyrstu hugmyndum; árangurinn væri byggður á sterkri framtíðarsýn og óbilandi trú á samspil tækni, vísinda og frumkvæðis í viðskiptum.