Indland. Norðurslóðir
Forseti á fund með Milind Deora siglingamálaráðherra og tæknimálaráðherra í indversku ríkisstjórninni og sendinefnd hans sem heimsækir Ísland til að kynna sér viðhorf gagnvart nýjum siglingaleiðum um Norðurslóðir. Í sendinefndinni er m.a. forstjóri stærsta skipafélags Indlands sem og embættismenn siglingamálaráðuneytisins. Rætt var um vaxandi mikilvægi Norðurslóða og áhuga Indlands á virkri þátttöku í þróun þeirra en Indland fékk nýlega áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu.