Sendiherra Danmerkur
Forseti á fund með sendiherra Danmerkur á Íslandi Sören Haslund sem senn lætur af störum. Rætt var um langvarandi tengsl Íslands og Danmerkur, sögulegar minjar víða um land, væntanleg hátíðarhöld tileinkuð Árna Magnússyni sem og góð tengsl við dönsku konungsfjölskylduna. Þá var einnig fjallað um viðburðarík ár meðan sendiherrann hefur gegnt embætti á Íslandi, lærdóma af þeirri reynslu, bæði fyrir Ísland og önnur ríki í Evrópu.