Veftré Print page English

Viðtal við ITAR-TASS


Forseti ræðir við fréttamenn rússnesku fréttastofunnar ITAR-TASS um samstarf Íslands og Rússlands í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá því að löndin tóku upp stjórnmálasamband. Rætt var um menningu og tungumál, margvísleg viðskipti, stuðning Rússa þegar Íslendingar glímdu við útfærslu landhelginnar og í fjármálakreppu síðustu ára, ný verkefni á Norðurslóðum, stöðu Íslands á alþjóðavettvangi, samspil lýðræðis og markaða og ýmsa viðburði sem efnt verður til á þessu afmælisári. Viðtalinu verður sjónvarpað í Rússlandi síðar á árinu.