Veftré Print page English

Fundur með Ban Ki-moon


Forseti á fund með Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, þar sem rætt var um glímuna við loftslagsbreytingar, þróun mála á Norðurslóðum, einkum í kjölfar þess að forysturíki í Asíu og Evrópu eru nú áheyrnarfulltrúar að Norðurskautsráðinu. Fjallað var um þátttöku Sameinuðu þjóðanna í stefnumótun á Norðurslóðum, Hringborð Norðurslóða sem haldið verður á Íslandi í haust og reynslu Íslendinga af þurrkun sjávarfangs með jarðhita en hún gæti nýst til að efla fæðuöryggi í veröldinni. Framkvæmdastjórinn lýsti miklum áhuga á að vinna með íslenskum aðilum á þessum sviðum, svo og varðandi nýtingu hreinnar orku. Myndir.