Veftré Print page English

Forsætisráðherra Saxlands


Forseti á fund með forsætisráðherra Saxlands, Stanislaw Tillich, og sækir kvöldverð sem hann heldur til heiðurs forseta Íslands í sögufrægu veitingahúsi, Auerbachs Keller. Í ávarpi rakti forseti nokkur atriði úr sögu menningarsamskipta milli Íslands og Leipzig en þangað sóttu margir íslenskir tónlistarmenn sér menntun á fyrri tíð, svo sem Jón Leifs og Páll Ísólfsson, auk þess sem rithöfundar á borð við Jóhann Jónsson og Halldór Laxness komu þar einnig við sögu. Myndir.