EFLA og Bremenports
Forseti á fund með fulltrúum verkfræðistofunnar EFLU og stjórnendum Bremenports, opinbers fyrirtækis sem rekur hina geysistóru umskipunarhöfn í Bremerhaven. Á fundinum var fjallað um möguleika á því að reisa stóra umskipunarhöfn í Finnafirði á Austurlandi norðanverðu sem talið er hentug staðsetning fyrir slíka höfn vegna vaxandi siglinga um norðurhöf á komandi áratugum. EFLA er samstarfsaðili Bremenports við gerð fýsileikakönnunar á slíkum framkvæmdum en þær yrðu jafnframt gerðar í samstarfi við Langanesbyggð og Vopnafjarðarhrepp. Mynd