Veftré Print page English

Málþing um nýsköpun, menningu og atvinnulíf


Forseti flytur ávarp á fjölsóttri kynningu á íslenskum fyrirtækjum sem haldin er í húsi norrænu sendiráðanna í Berlín. Í ávarpi sínu ræddi forseti m.a. um margvíslega vaxtarsprota í íslensku atvinnulífi og tók jafnframt dæmi af íslensku fyrirtækjum sem orðin eru í forystu á alheimsvísu. Fluttar voru kynningar um Hörpu, IMX, 66 gráður norður, Marel, Össur, Sif Cosmetics, CCP og Pegasus en Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins stjórnaði fundinum. Á eftir kynningum og ávarpi forseta bauð sendiráðið í samvinnu við Þýsk-íslenska viðskiptaráðið og íslensk fyrirtæki til móttöku í sendiráðinu. Ræða forseta. Mynd