Veftré Print page English

Hátíðarkvöldverður í boði forseta Þýskalands


Forseti og forsetafrú sækja hátíðarkvöldverð í boði Joachim Gauck, forseta Þýskalands, og frú Daniela Schadt. Kvöldverðinn sátu m.a. ýmsir Þjóðverjar sem stuðlað hafa að auknu samstarfi þjóðanna á liðnum áratugum. Í ávarpi, sem forseti flutti við þetta tækifæri, lagði hann áherslu á að þjóðirnar hefðu átt samleið og samstarf um margra alda skeið og væri Þýskaland nú eitt mikilvægasta viðskiptaland Íslands. Þá væri athyglisvert hve sterk menningartengsl hefðu verið milli landanna á liðnum tímum og mætti nefna sem dæmi þau áhrif sem þýskir rithöfundar höfðu á Fjölnismenn, áhrif þýskrar tónlistar á Íslandi og áhrif Þjóðverja á trúarlíf Íslendinga. Ræða forseta. Þýsk þýðing. Ensk þýðing.