Veftré Print page English

Íslensk fræði í þýskum háskólum


Forseti heimsækir Humboldt háskólann þar sem stjórnendur skólans, kennarar og nemendur í íslenskum fræðum lýsa námi í íslensku, rannsóknum á íslenskum bókmenntum, samfélagi og stjórnmálaþróun. Fundinn sátu einnig kennarar í íslensku við tvo aðra háskóla í Þýskalandi. Forseti áréttaði þakkir til allra þeirra sem stunduðu íslensk fræði og kenndu íslensku við þýska háskóla; mikilvægt væri að efla þau á komandi árum, einkum í ljósi vaxandi áhuga í Þýskalandi á íslenskum nútímabókmenntum, náttúru, tónlist og menningu sem og víðtæks áhuga á íslenska hestinum. Þessi þróun hefði í för með sér nýja stöðu Íslands í Þýskalandi og mikilvægt væri að móta sameiginlega stefnu um hvernig hún gæti nýst í þágu þróunar íslenskra fræða við þýska háskóla. Myndir