Veftré Print page English

Fundur með forseta Sambandsþingsins


Forseti á fund með dr. Norbert Lammert, forseta Sambandsþings Þýskalands, á fyrsta degi opinberrar heimsóknar. Á fundinum var rætt um margþætt og traust tengsl landanna en forseti Sambandsþingsins heimsótti Ísland fyrir tveimur árum. Ennfremur var fjallað um mikilvægi Norðurslóða og margvísleg verkefni sem það færir Íslandi og Þýskalandi sem og hvernig tækniþekking Íslendinga við nýtingu jarðhita getur nýst víða í Evrópu. Fundinn sat einnig Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sem og embættismenn og gerði ráðherra grein fyrir afstöðu nýrrar ríkisstjórnar til viðræðna við Evrópusambandið. Forseti Sambandsþingsins lýsti skilningi á þeirri afstöðu og rakti sýn sína á líklega þróun Evrópusambandsins á næstu árum, hvers vegna margt bendi til að sambandið muni skiptast í tvær sveitir ríkja þar sem skipulegt samstarf innan annarrar myndi aukast án þátttöku hinna ríkjanna. Myndir