Samkoma í verkstöð Ólafs Elíassonar
Forseti tekur þátt í samkomu í verkstöð Ólafs Elíassonar sem sótt var af miklum fjölda listafólks, fjölmiðlamanna og öðru áhrifafólki í menningarlífi Berlínar. Þar var leikin íslensk tónlist og Ólafur Elíasson, Halldór Guðmundsson og Guðný Guðmundsdóttir ræddu í pallborði um íslenska nútímamenningu og samskipti landanna. Myndir (Ljósmyndari: Rut Sigurðardóttir)