Veftré Print page English

Alþjóðleg málstofa um efnahagslíf og hagfræði


Forseti flytur setningarræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagslíf og hagfræði, "Wehia, 2013 - 18th Annual Workshop on the Economic Science with Heterogenous Interacting Agents", sem haldin er í Háskólanum í Reykjavík, en hana sækja hagfræðingar, félagsvísindamenn, verkfræðingar, tölvunarfræðingar, eðlisfræðingar og aðrir fræðimenn. Í ræðunni fjallaði forseti um samspil markaða og lýðræðis og hvaða lærdóma fræðasamfélagið gæti dregið af glímu Íslendinga við afleiðingar bankahrunsins; hvort þau líkön og kenningar sem ráðið hafa för á undanförnum áratugum í fræðilegri umræðu og stefnumörkun hefðu staðist próf reynslunnar.