Startup Iceland
Forseti flytur ávarp á málþingi Startup Iceland í Hörpu en það sækja frumkvöðlar og áhrifafólk frá Íslandi, Bandaríkjunum og fleiri löndum. Í ávarpinu rakti forsetinn framlag nýsköpunar og frumkvöðla til endurreisnar íslensks efnahagslífs í kjölfar bankahrunsins, hvernig hin nýja öld skapaði tækifæri til stofnunar nýrra fyrirtækja og gæfi einstaklingum tækifæri að sækja fram í krafti frjórra hugmynda. Forseti rakti ýmis dæmi þessu til staðfestingar og reifaði hugmyndina um að Ísland yrði vettvangur fyrir reglubundið samráð um þróun upplýsingatækni í þágu lýðræðis, frelsis og framfara.