Veftré Print page English

Samstarf við Bandaríkin. Norðurslóðir


Forseti á fund Brent Hartley, stjórnanda Evrópuskrifstofu bandaríska utanríkisráðuneytisins, um samstarf Íslands og Bandaríkjanna, sérstaklega með tilliti til verkefna á Norðurslóðum, m.a. í ljósi væntanlegrar forystu Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu frá og með árinu 2015. Rætt var um þær breytingar sem nýlega urðu á Norðurskautsráðinu með áheyrnaraðild fjölmargra ríkja í Evrópu og Asíu. Þá var einnig fjallað um samstarf ríkjanna á sviði jarðhita, vísinda og tækni.